Ráðningarferlið

Við lítum svo á að í ráðningarferlinu sé markmiðið ekki bara að tryggja að þú sért rétti aðilinn í starfið heldur einnig að Marel sé rétta fyrirtækið fyrir þig. Við viljum finna fólk sem við elskum og elskar okkur sömuleiðis.

Þó að ráðningarferlið kunni að vera mismunandi eftir starfinu sem þú ert að sækja um, veita eftirfarandi skref upplýsingar um ferlið sem þú ferð í gegnum.

Þegar ráðið er í sum störf verða meðmæli einnig skoðuð og umsækjendur undirgangast mat og persónuleikapróf. Ef spurningar vakna á einhverju stigi ferlisins eða ef þú þarfnast frekari útskýringa svörum við þér með glöðu geði í tölvupósti eða síma.
img1
skref - 1
Ferilskráin er skoðuð af mannauðsdeild Marel
Símtal
skref - 2
Símtal við ráðningarfulltrúa til að hefja ráðningarferlið
Fyrsta viðtal
skref - 3
Fyrsta viðtal með ráðningarstjóra og ráðningarfulltrúa
Seinni viðtöl
skref - 4
Seinni viðtöl með viðeigandi aðilum
Starfstilboð
skref - 5
Starfstilboð
img1
skref - 6
Nýliðaþjálfun hefst
Ráð til að landa starfinu Við áttum okkur á því að dagarnir fyrir starfsviðtal geta verið streituvaldandi og við viljum draga úr öllum áhyggjum.
núll
Vertu þú sjálf/ur
Vertu þú sjálf/ur Við viljum kynnast þér betur og sjá hvað þú getur boðið Marel. Ekki vera hrædd/ur við að sýna okkur þá eiginleika þína og sérkenni sem gera þig að góðum umsækjanda í starfið.
Undirbúðu þig
Undirbúðu þig Ef þú skilur það sem við gerum, af hverju við gerum það og hverju við viljum áorka þá eru meiri líkur á að þér gangi vel í viðtalinu.
Spyrðu spurninga
Spyrðu spurninga Ef það er eitthvað sem þú vilt vita, skaltu ekki hika við að spyrja. Við erum að leita að fólki sem getur boðið upp á ferskt sjónarhorn en við viljum einnig að þú skiljir að fullu í hverju starfið felst , fyrirtækið og þau tækifærin sem eru í boði. Gakktu úr skugga um að Marel henti þér.
Komdu á sambandi
Komdu á sambandi Óháð því hvort þú færð eða tekur starfstilboði ættir þú að nota tækifærið til að mynda langvarandi samband. Það getur verið að starf sem losnar seinna henti kröfum þínum betur.
Hittu sérfræðing okkar í ráðningum
​​​​​​​


Marel er í forystu þegar kemur að tækni, sjálfvirkni og byltingarkenndri gervigreind en það við erum samt mannleg. Við erum til staðar til að leiðbeina þér í gegnum ráðningarferlið og tryggja að upplifun þín verði eins jákvæð og hægt er.
Mér finnst verulega skemmtilegt að ráða fólk í störf hjá Marel, það veitir mér tækifæri til að vinna með yfirmönnum alls staðar að úr fyrirtækinu.  Það veitir mér líka tækifæri til að hitta og ráða áhugavert fólk með mismunandi bakgrunn og sjá það síðan blómstra innan fyrirtækisins. Það er gaman að hafa jákvæð áhrif á líf og starfsferil fólks.
Albert Arnarson Recruiter í Hollandi
Mér finnst það vera forréttindi að vera hluti af vaxandi og metnaðarfullu fyrirtæki eins og Marel. Ég hef ástríðu fyrir því að rétta fólkið, verklagið og tæknin sé til staðar til að upplifun umsækjenda verði sem best. Sá dagur hefur ekki komið sem ég hef ekki hlakkað til að mæta í vinnuna.
Marlies van de Stolpe Recruiter í Hollandi
Ég nýt þess að vinna við ráðningar hjá Marel því það passar við ástríðu mína fyrir fólki. Það veitir mér orku og færir mér mikla gleði að hitta fólk og uppgötvað hvernig ég get samþætt hæfileika þess við menningu fyrirtækisins.
Jennifer Phillips Recruiter í Bandaríkjunum
Ég er glöð að geta boðið upp á starfstækifæri hjá fyrirtæki eins og Marel. Fyrirtæki með bjarta framtíð sem er annt um starfsfólkið sitt, býður upp á frábærar vinnuaðstæður og margvíslegan kaupauka. Fyrirtæki sem ögrar þér stöðugt og veitir þér nægilegt rými til að vaxa sem einstaklingur. Þegar við gefum fólki tækifæri gefur það okkur tækifæri og ef allt gengur að óskum vitum við að við sinnum starfi okkar vel.
Ivana Takacova Recruiter í Slóvakíu
Ráðningarfulltrúar eru alltaf að leita að aðilanum sem „hentar“ best. Sem ráðningaraðili hjá Marel er það líka eitt af markmiðunum mínum en aðalmarkmiðið er að upplifun umsækjenda verði sem best.
Niels Spit Recruiter í Hollandi
Fyrirtækið okkar er bara eins gott og fólki sem vinnur hjá því! Með því að finna og ráða fólk sem er framúrskarandi í starfi og deilir gildunum okkar leggjum við grunninn að vexti Marel.
Marlies Snijders Recruiter í Hollandi
Það sem mér finnst skemmtilegast er að ég get breytt lífi fólks. Ég hitti alls konar fólk sem ráðningarfulltrúi. Það sem rekur mig áfram er tilfinningin þegar ég ræð nýtt fólk í starf sem það vill vinna við.
Andrea Mackova Recruiter í Slóvakíu
Það sem rekur mig áfram sem ráðningarfulltrúa er að finna bestu pörunina, bæði fyrir umsækjandann og Marel. Auk þess leitast ég við að upplifunin verði sem best út allt ferlið. Það sem ég kann best við í starfinu mínu eru samstarfsmenn, sem eru fullir af innblæstri, og að hitta nýtt fólk.
Lonneke Duijsters Recruiter í Hollandi
Sem ráðningarfulltrúi er það stoltið yfir því að ráða bestu umsækjendurna í rétta starfið svo reksturinn blómstri það sem rekur mig áfram. Slíkur árangur gefur mér orku og ánægju.
sjálfgefinn-reikningur
Lisa Livingston Recruiter í Bandaríkjunum
Ég hef einlægan áhuga á fólkinu, sem ég vinn við, og sú mikla ánægja sem fæst af því að finna rétta fólkið í réttu störfin og finan rétta fólkið til að koma og vinna fyrir Marel er það sem rekur mig áfram. Áhersla mín er að tryggja góða og faglega ráðningarupplifun fyrir bæði umsækjendur og ráðningarstjórana. Út ráðningarferlið býð ég upp á ráðgjöf og leiðbeiningar af mikilli einurð og innsæi með góðri þekkingu á fólki og fyrirtækinu - hvað get ég sagt, ég elska starfið mitt.
Louise Kiilerich Koksbang Recruiter í Danmörku