Hvernig fæ ég vinnu?

Ráðningarferlið

Við lítum svo á að í ráðningarferlinu sé markmiðið ekki bara að tryggja að þú sért rétti aðilinn í starfið heldur einnig að Marel sé rétta fyrirtækið fyrir þig. Við viljum finna fólk sem við elskum og elskar okkur sömuleiðis.

Þó að ráðningarferlið kunni að vera mismunandi eftir starfinu sem þú ert að sækja um, veita eftirfarandi skref upplýsingar um ferlið sem þú ferð í gegnum.

Þegar ráðið er í sum störf verða meðmæli einnig skoðuð og umsækjendur undirgangast mat og persónuleikapróf. Ef spurningar vakna á einhverju stigi ferlisins eða ef þú þarfnast frekari útskýringa svörum við þér með glöðu geði í tölvupósti eða síma.

Ráð til að landa starfinu

Við áttum okkur á því að dagarnir fyrir starfsviðtal geta verið streituvaldandi og við viljum draga úr öllum áhyggjum.
Vertu þú sjálf/ur
Við viljum kynnast þér betur og sjá hvað þú getur boðið Marel. Ekki vera hrædd/ur við að sýna okkur þá eiginleika þína og sérkenni sem gera þig að góðum umsækjanda í starfið.
Undirbúðu þig
Ef þú skilur það sem við gerum, af hverju við gerum það og hverju við viljum áorka þá eru meiri líkur á að þér gangi vel í viðtalinu.
Spyrðu spurninga
Ef það er eitthvað sem þú vilt vita, skaltu ekki hika við að spyrja. Við erum að leita að fólki sem getur boðið upp á ferskt sjónarhorn en við viljum einnig að þú skiljir að fullu í hverju starfið felst , fyrirtækið og þau tækifærin sem eru í boði. Gakktu úr skugga um að Marel henti þér.
Komdu á sambandi
Óháð því hvort þú færð eða tekur starfstilboði ættir þú að nota tækifærið til að mynda langvarandi samband. Það getur verið að starf sem losnar seinna henti kröfum þínum betur.