Lífið hjá Marel

Af hverju Marel?

Við erum í forystu á heimsvísu í framleiðslu á fullvinnslukerfum og þjónustu fyrir alifugla-, kjöt- og fiskiðnaðinn. Við erum frumkvöðlar og brautryðjendur. Við leiðum saman besta fólkið, nýjustu tæknina og háþróaðan vélbúnað til að gera raunverulegar breytingar á matvælavinnslu og neyslu.

Sýn okkar

Í samstarfi við viðskiptavini okkar umbreytum við því hvernig matvæli eru unnin. Sýn okkar snýst um heim þar sem gæðamatvæli eru framleidd á sjálfbæran og hagkvæman hátt.

Sjálfbærni

Við erum fyrirtæki sem munar um. Gert er ráð fyrir því að íbúafjöldi heimsins nái 9,7 milljörðum árið 2050. Þá verður stöðugt mikilvægara að vinna og framleiða matvæli með sjálfbærum, hagkvæmum og auðlindavænum hætti.

Heildarþjónusta

Þrjú iðnaðarsvið Marel sameina alla þekkingu, sérfræðikunnáttu og áratugareynslu sem safnast hefur upp í fyrirtækinu fyrir viðkomandi iðnað.
Orðspor okkar grundvallast á nýsköpun, framþróun og framboði af hágæðavörum og þjónustu til fyrirtækja í matvælavinnslu. Framúrskarandi tæki og kerfi frá okkur hjálpa aðilum í matvælavinnslu að ná fram hámarksafköstum, óháð stærð þeirra eða markaðssvæði.
Media player

Gildin okkar

Grunngildin okkar draga saman það sem við stöndum fyrir. Þau tákna starfshætti okkar og hugsjón sem er mikilvæg öllum starfsmönnum.
img1

Samstaða

Við erum sameinuð í árangri okkar. Við áttum okkur á því að til að halda forystu á heimsvísu á sviði matvælavinnslu, þá þurfum við stöðugt að leggja áherslu á samstarf og samskipti.
​​​​​​​

img1

Nýsköpun

Nýsköpun er kjarninn í því sem við gerum. Hvort sem um er að ræða vélbúnað, hugbúnað, ferla eða þjónustu höfum við einsett okkur að ganga lengra en staðlar í iðnaði segja til um svo að hægt sé að bjóða upp á fyrsta flokks, sjálfbær matvæli á viðráðanlegu verði.
img1

Metnaður

Yfirburðir er það sem greinir okkur frá öðrum. Við búum til nýstárlegar lausnir sem auka gildi og skilvirkni og gera viðskiptavinum okkar kleift að ná árangri í umhverfi þar sem samkeppni fer síharðnandi.

​​​​​​​

Media player

Hver erum við?

Marel getur aldrei orðið betra en fólkið sem þar starfar. Við ráðum fólk sem sýnir ástríðu, eldmóð og metnað. Við viljum umsækjendur sem skilja og kunna að meta gildin okkar og blanda saman hópavinnu, hugvitssemi og áhuga til að viðhalda orðstír okkar sem forystunafn í matvælavinnslu.

Við bjóðum upp á kraftmikið og ögrandi andrúmsloft þar sem einstaklingar eru metnir að verðleikum, þeim sinnt og þeir fá nauðsynleg tól til að vaxa og þrífast. Hér til hliðar kynnum við nokkur þeirra sem gegna mikilvægu hlutverki í daglegum rekstri Marel.

Hvað gerum við?

Frá upphafi höfum við verið í forystu þegar kemur að framförum á sviði matvælaframleiðslu. Við bjóðum fjölbreytta línu af háþróuðum vörum, lausnum og þjónustu til að fullvinna mat fyrir fólk um allan heim. Við þekkjum matvælavinnslugreinina eins og lófann á okkur. Við þekkjum þarfir fyrirtækja og einstaklinga og við höfum bæði svörin og lausnirnar, hvert sem vandamálið er.
img1

Kjúklingur

Marel Poultry býður heildstæðustu vörulínuna og hefur flesta viðskiptavini á sínu sviði um allan heim. Við bjóðum kjúklingavinnslu með framleiðslulínum fyrir alla framleiðsluáfanga og allar vinnslustærðir fyrir hvort sem er, holdakjúkling, kalkúna eða endur.

Kjöt

Marel Meat býður háþróaðan búnað og kerfi fyrir þá sem vinna rautt kjöt. Við leggjum áherslu á slátrun, úrbeiningu og snyrtingu, tilbúnar vörur og þjónustulausnir fyrir matvælaiðnaðinn. Markmið okkar er að bjóða allar lausnir, allt frá býli til lokaafurðar.

Fiskur

Marel Fish er leiðandi fyrirtæki á sviði háþróaðra tækjaog sambyggðra kerfa fyrir fiskiðnaðinn. Við bjóðum nýstárlegan búnað, kerfi og hugbúnað fyrir vinnslu á hvífiski og laxi, bæði ræktuðum og villtum, um borð í skipum og á landi.
​​​​​​​


Hér erum við

Það að vera alþjóðlegt forystufyrirtæki kallar á alþjóðlega nálgun. Marel tók fyrstu skrefin á Íslandi, þar sem höfuðstöðvar okkar er enn að finna. Fjörutíu árum síðar höfum við fært út kvíarnar og störfum nú víða um heim. Nú starfa hjá okkur um 7.000 manns á 30 starfsstöðvum og við erum enn að vaxa.​​​​​​​